140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[18:49]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta utanrmn. (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta voru fín dæmi sem hv. þingmaður nefndi og ég leyfi mér að fullyrða að ekki er mikið fjallað um þetta á vettvangi Evrópustofu, heldur ekki á Evrópuvefnum og heldur ekki á ýmsum þeim vefjum sem Evrópusambandið sjálft heldur úti á ensku, sem maður getur nálgast frá Brussel. Þar á meðal er vefur sem hv. samflokksmaður þingmannsins, Ásmundur Einar Daðason, vakti athygli á um Captain Euro, kostulegur vefur. Upplýsingarnar sem þar eru settar fram eru einhliða.

Það vekur líka athygli að þegar Alþingi veitir styrki til þeirra sem fjalla á mun gagnrýnni hátt um Evrópusambandið þá rísa þingmenn Vinstri grænna upp á afturfæturna (Forseti hringir.) og finnst það í hæsta máta óeðlilegt. Það er athyglisvert.