140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[11:16]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þetta var einstaklega góð fundarstjórn og hef ég ekkert við hana að athuga.

Í ljósi þeirrar umræðu sem hér varð við atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar óska ég eftir því, þar sem greinilega eru ýmsar skoðanir uppi um það mál sem hæstv. forseti var að kynna á dagskrá, að hæstv. fjármálaráðherra verði viðstaddur. Þetta er mál á sviði ráðherrans og eflaust … (Gripið fram í.) Starfandi fjármálaráðherra er viðstaddur er mér tjáð. Þá hef ég ekki mikið meira við þetta að athuga og hlakka til að verða viðstödd þessa umræðu.