140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:32]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Af því að við þurfum að koma þessari umræðu áfram held ég að það sé afar mikilvægt að finna út hvað er átt við með „hóflegt“. Af hvaða upphæð er verið að greiða 4 milljarða? Hvert er hlutfallið? Það skiptir mjög miklu máli.

Mig langar að ítreka spurninguna. Ef við erum að tala um að það eigi að borga gjald og við eigum að skila þessu út á landsbyggðina, þá hversu miklu? Hér eru nefndar mjög háar tölur sem hafa orðið til í Vestmannaeyjum á mann og má skilja að það hafi skilað sér til byggðarlagsins. En hefur þetta skilað sér til byggðarlagsins?

Skoðum aftur Vestfirðina þar sem 3 milljarða kvóti fór út af svæðinu. Hvað varð eftir? Þeir keyptu til baka um 55% af kvótanum. 3 milljarða kvóti fór úr byggðarlaginu og eftir varð skuld upp á 1.500–1.600 milljarða til að vinna svo afla á svæðinu. Þetta er hluti af vandamáli Vestfjarða.

Ég held að hv. þingmaður hafi, eins og ég segi, (Forseti hringir.) lýst ágætlega fortíðinni, en hvernig sér hún fyrir sér þetta umhverfi í dag?