140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:22]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Reynslan hefur kennt okkur að við eigum ekki að taka mark á svona hlutum af því að það eru ekki rök fyrir þeim, það er ekki neitt á bak við þetta. Þetta er svo mikil sýndarmennska og hégómi.

Eitt gott dæmi úr nýliðinni fortíð var þegar forsætisráðherra Íslands heimsótti kanslara Þýskalands, Merkel, og kanslari Þýskalands flutti lofræðu um forsætisráðherra Íslands, lofræðu sem nánast enginn Íslendingur skildi af því að lofræðan var eitthvað sem enginn hafði reynt eða upplifað. Líklega var kanslari Þýskalands að lesa þýdda orðsendingu frá forsætisráðuneytinu um hvað hún ætti að segja.

Þýskaland og Frakkland eru þrælabandalög (Forseti hringir.) nútímans, (Forseti hringir.) vilja kokgleypa Ísland og mundu ekki einu sinni hrækja beininu (Forseti hringir.)