140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

tap ríkissjóðs vegna fjármálafyrirtækja.

[10:44]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Þessum spurningu hv. þingmanns get ég ekki svarað hér og mun ekki svara hér. Þær eru settar fram af þvílíkri ósvífni, leyfi ég mér að segja. (SDG: Þú veist ekki svarið.) Síðan heldur hv. þingmaður því fram að þetta sé tap vegna aðgerða stjórnvalda eftir hrun og sé stærsta vandamálið sem við þurfum að glíma við hér, heyrðist mér ef ég hef hlustað nægilega vel á hv. fyrirspyrjanda. (SDG: Icesave.) En hv. þingmaður hlustaði hins vegar ekki nægilega vel á það sem sú sem hér stendur sagði áðan. Og fyrst hann minnist á Icesave má velta því fyrir sér hvort þetta sé ekki einmitt okkar innlenda Icesave sem við erum að glíma við hér.