141. löggjafarþing — 12. fundur,  26. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[18:13]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir vísuna. Maður þarf að vera verulega afvegaleiddur ef hann hefur ekki skilið það sem ég sagði. Það sem ég sagði var nákvæmlega þetta: Það er búið að kasta öllu þessu ferli fyrir róða.

Síðan er það beinlínis rangt hjá hv. þingmanni að hér sé verið að tala um einhverjar þrjár smávægilegar breytingar. Þetta eru sex breytingar. Þar af fer til að mynda ein í verndarflokk. (ÓÞ: Nei, …) Norðlingaalda. (ÓÞ: Þú þyrftir að lesa málið betur.) Hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir segir að ég skuli lesa málið betur. (Gripið fram í: Enda kennari.) Það er svo sem ágætisábending, en þá ætla ég að benda hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur að segja satt og rétt frá á meðan verið er að mennta mig í þessu máli.