141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[14:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Er það þá rétt skilið hjá mér að tveir aðilar geti komið að þessu, annar til að aðstoða hinn blinda við að krossa við á seðlinum og hinn til að tékka á því að krossinn hafi verið settur á réttan stað?

Ég get ekki lesið það út úr frumvarpinu en það má vel vera að svo sé. Þetta er langur texti, það getur vel verið að einhvers staðar sé talað um að tveir aðilar geti komið að þessu. Það er einmitt það sem ég er að tala um, að fyrst komi aðstoðarmaður sem hinn blindi velur og síðan geti hann óskað eftir því að einhver úr kjörstjórninni, eða einhver annar, lesi fyrir hann kjörseðilinn. Þá ætti það að vera alveg á tæru að rétt sé að málum staðið, hinn blindi getur jú ekki gengið úr skugga um að aðstoðarmaður hans geri það sem hann er beðinn um.