141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

rannsókn samgönguslysa.

131. mál
[15:31]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um rannsókn samgönguslysa. Með frumvarpi þessu eru lög um rannsókn sjóslysa, nr. 68/2000, lög um rannsókn flugslysa, nr. 35/2004, og lög um rannsóknarnefnd umferðarslysa, nr. 24/2005, sameinuð í heildstæða löggjöf um slysarannsóknir í samgöngum.

Gert er ráð fyrir að nefndirnar þrjár sem kveðið er á um í lögunum verði sameinaðar í eina sjö manna rannsóknarnefnd samgönguslysa og heyri undir innanríkisráðherra.

Ég vísa til þess að frumvarpið hefur áður verið lagt fram. Talað hefur verið fyrir því. Ég vísa í greinargerð sem fylgir frumvarpinu.

Ég legg til að því verði að lokinni umræðunni vísað til 2. umr. og hv. samgöngunefndar.