141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

lögreglulög.

173. mál
[15:35]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framlagningu þessa frumvarps og vona að okkur auðnist að ganga hratt og vel frá þessu máli í hv. allsherjar- og menntamálanefnd.

Ég er með tvær spurningar sem lúta að því sem kemur fram í greinargerð með frumvarpinu. Í fyrsta lagi að því sem þar kemur fram um að fallið hafi verið frá því að sameina alla lögregluna á Íslandi í eina stofnun. Í öðru lagi að því að endurskoðuð hafi verið sú áhersla sem hafi verið í áformum ríkisstjórnarinnar um að færa verkefnið frá ríkislögreglustjóra til einstakra lögreglustjóra. Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra um forsendur þeirrar stefnubreytingar sem þarna kemur fram.