141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022.

172. mál
[17:25]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Afnám einkaréttar Póstsins gerist í áföngum og hefur verið að gerast í áföngum og nokkrir áfangar eru þegar komnir til framkvæmda. Það er alveg rétt að afnám einkaréttarins að fullu hefur ekki orðið enn og við höfum ekki fallist á að taka það inn í EES-samninginn. Við eigum þarna ákveðna samleið með Norðmönnum sem einnig hafa efasemdir um að þessi ákvæði eigi yfirleitt að fara inn í EES-samninginn. Norðmenn hafa gert athugasemdir við þetta og ég gerði það einnig á síðasta ári og lýsti þeirri skoðun minni að þetta ætti ekki að fara inn í samninginn, ekki ætti að afnema einkaréttinn að fullu eins og ESB hefur lagt til.

Ég biðst afsökunar á því að ég svaraði ekki þessari spurningu við umræðuna áðan og ef það eru aðrar spurningar sem ég hef ekki svarað vildi ég gjarnan fá að heyra þær. Ég kem þá í ræðu til að svara þeim.