141. löggjafarþing — 22. fundur,  22. okt. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[15:35]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins munum sitja hjá við þessa umræðu. Við fögnum því að málið gangi til nefndar milli umræðna. Það er rétt sem hv. framsögumaður málsins, Róbert Marshall, nefndi að það hlýtur að vera til þess að skoða gildistökuákvæðið sem gerðar voru athugasemdir við í umræðum. Ég vil geta þess að það má vera að í því nefndarstarfi verði einnig gerð enn ein tilraunin til að fá upplýsingar um áætlanir varðandi fyrirkomulag þessara mála, fjármögnun, skiptingu fjárheimilda og fleira þess háttar. En við sitjum hjá við þessa umræðu og áskiljum okkur rétt til að taka aðra afstöðu síðar þegar málið kemur til 3. umr. að nefndarstarfi loknu.