141. löggjafarþing — 33. fundur,  13. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[14:47]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Á forsendum þeirra raka sem hv. þm. Höskuldur Þórhallsson fór yfir koma framsóknarmenn til með að sitja hjá. Að auki ætla ég að gagnrýna það að fjáraukalög hafi ekki verið send til ríkisendurskoðanda til yfirlestrar og yfirferðar áður en 2. umr. lýkur því að það er beinlínis kveðið á um það í 1. gr. laga um Ríkisendurskoðun að hún skuli „annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga og vera þingnefndum til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins“.

Virðulegi forseti. Það er ekki einungis um sniðgöngu ríkisendurskoðanda að ræða í þessu máli heldur beint lagabrot. Því mótmæli ég og sit hjá við þessa afgreiðslu.

(Forseti (RR): Forseti biður þingmenn og ráðherra um að hafa einn fund í salnum á meðan atkvæðagreiðslu stendur.)