141. löggjafarþing — 35. fundur,  15. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[12:04]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú mjög vafasöm reikniaðferð að ætla að deila heildarkostnaði af aðgerðum niður á fjölda aðgerða hvað þetta varðar. Hér er að mörgu leyti um misvísandi mál að ræða. Kostnaður getur fallið til á öðrum tíma en aðgerðirnar fara fram. Það er vægast sagt mjög einkennileg aðferð að mínu mati hjá hv. þm. Kristjáni Þór Júlíussyni að deila þessu niður á einstakar aðgerðir og einstaklinga eftir því á hvaða tíma ársins þær aðgerðir eru framkvæmdar.