141. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2012.

snjóflóðavarnir.

244. mál
[17:18]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ofanflóðasjóður verður ekki til á himnum. Í hann fer skattfé borgaranna á Íslandi, fasteignaeigenda á Íslandi, og menn verða að muna að það á að fara vel með það fé, það er það fé sem okkur er trúað fyrir.

Mér sýnist að verkefni ofanflóðasjóðs hljóti að vera nokkuð langt komin. Núna hljótum við að undirbúa breytingar á sjóðnum þess eðlis að hann taki til almannavarna yfir höfuð, ekki bara ofanflóða, heldur líka annarra tegunda af vá. Í nýlegri skýrslu sem kom út um sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu voru taldar upp 22 tegundir af vá og ofanflóð eru, eins og mönnum er kunnugt, ekki meðal hinna skelfilegustu hér á þessu svæði.

Þetta er verkefnið (Forseti hringir.) sem við erum að fara að undirbúa. Ég hvet hæstv. umhverfisráðherra til þess að hefja það.