141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:03]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er misskilningur hjá hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að breytingar á stjórnarskrá hafi alltaf verið unnar í víðtækri sátt. Það gerðist ekki árið 1959 svo að dæmi sé tekið.

Ég er tilbúin til þess að reyna að ná sátt, en þá þarf ég og við í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem erum að vinna að þessu máli, að fá að vita hvað það er sem þið viljið ná víðtækri sátt um vegna þess að við höfum aldrei heyrt það. Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði fulltrúi þingflokks hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar alltaf að þetta ætti allt að fara í tætarann. (VigH: Rangt!)