141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við hv. þm. Ólöf Nordal erum sammála um það að Alþingi beri ábyrgðina.

Við erum hins vegar ósammála um það að það þurfi að áfangaskipta þessu. Við erum ósammála um það að hnikað hafi verið til orðalagi og að það skapi einhver vandræði. Ég veit ekki hvort hún hefur lesið greinargerðina sem fylgir því frumvarpi sem hér er lagt fram. Hún er mjög skýr og það þarf ekkert að velkjast í vafa um að það verði engin túlkunarvandræði með þessa greinargerð á bak við stjórnarskrána þegar hún verður samþykkt. Hún er alveg kýrskýr, eins og sagt er, og gífurlega flott vinna sem þar var unnin.