141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[23:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er að því leytinu sammála hv. þm. Pétri H. Blöndal að ég lít fyrst og fremst á stjórnarskrána sem mannréttindaskrá. Okkur skilur hins vegar að í því að mér finnst hugrekki að leggja það til að taka inn í stjórnarskrá eins og það sem hv. þingmaður kallar að lifa með reisn. Ég tel að það að lifa með reisn sé að hafa alltaf það besta sem þjóðfélagið getur boðið upp á í þeirri ömurlegu stöðu sem hægt er að vera í. Það er talað um að deyja með reisn, það er hægt. Ég er ekki sammála hv. þingmanni um að það sé skrúðmælgi. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á því öllu saman. Er hans staða sú að hann geti beygt eitthvað af sinni mjög svo ákveðnu braut í þessu? Hann segir að hitt og þetta sé vitleysa, eitthvað er gott. Ef það er fólk hér inni sem finnst eitthvað af því sem honum finnst vitleysa, er hann tilbúinn að ræða það eða á bara að henda því?