141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[16:21]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að víkja að 24. gr. frumvarpsins og spyrja hæstv. menntamálaráðherra hvaða skilning hún leggi í 2. mgr. hennar sem hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Öllum þeim sem skólaskylda nær til skal standa til boða menntun án endurgjalds.“

Hvaða skilning hefur ráðherrann á orðalaginu í lokin, „án endurgjalds“? Greinin sem nær utan um þetta í núgildandi stjórnarskrá er 76. gr. og þar segir, með leyfi forseta:

„Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. “

Ég er á því að sumt í 24. gr. er þarft að bæta, þar mátti setja inn sérgrein um menntun. Ég mundi vilja fá álit hæstv. menntamálaráðherra á því hvernig hún skilur þessi orð, „án endurgjalds“.