141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:24]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni, leiðtoga Bjartrar framtíðar, fyrir skýrt og skorinort svar um að hann vilji jafna vægi atkvæða með því ákvæði sem sett er fram. Það eru ákaflega skýr skilaboð frá þessum stjórnmálasamtökum sem ætla að bjóða fram á landinu öllu í næstu kosningum og fyrir það ber auðvitað að þakka sérstaklega. Það var ekki annað sem ég vildi spyrja hv. þingmann út í í þessu einnar mínútu andsvari sem hér gefst. Svar hans var skýrt og það er mjög mikilvægt að við höfum það sjónarmið og vitum um afstöðu Bjartrar framtíðar hvað það varðar.