141. löggjafarþing — 40. fundur,  22. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:40]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Það er annað mál sem mig langar að spyrja hv. þingmann út í, sem eðli málsins samkvæmt hann komst ekki inn á á þeim stutta tíma sem er til þess að ræða þessi mál, það er 111. greinin sem snýr að fullveldisheimild til fullveldisframsals. Þar vilja margir meina að sé verið að opna á fullveldisframsal. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvað honum finnist um þessa grein. Erum við að verja fullveldið nægilega vel með þessari 111. gr., eða erum við að opna of mikið á fullveldisframsal? Hver er skoðun hv. þingmanns á þessu máli? Hvernig sér hann fyrir sér að svona grein væri best orðuð þannig að hún verji fullveldi þjóðarinnar?