141. löggjafarþing — 47. fundur,  5. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[18:15]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki gert meðvitað ef eitthvað er neikvætt í sóknargjöldunum. Nefndin hlýtur að fara yfir það ef hún telur að ekki sé staðið við gerða samninga. Við hljótum að fara vandlega í gegnum það.

Hvað varðar breyttar forsendur er það okkar mat að við þurfum að hækka þessi gjöld til að halda í við verðlagið. Nefndin hlýtur að fara yfir það eins og hv. þingmaður boðaði.