141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[10:41]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þau fjárlög sem hér eru til umfjöllunar vitna um gríðarlegan rekstrarbata. Niðurskurðinum er lokið og viðspyrnan hafin. Þær tillögur sem hér eru bornar undir atkvæði koma til móts við sjúkrahúsin, framhaldsskólann, víðtæka og fjölbreytta uppbyggingu atvinnulífs og koma mjög verulega til móts við allar barnafjölskyldur í landinu. Við höfum valið leið jöfnuðar út úr skelfilegu hruni í stað ójöfnuðar. Við ætlum aldrei aftur að afhenda sérhagsmunaöflunum og óheftu frelsi allt landið til eignar og miðin í viðbót.