141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[10:44]
Horfa

Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um fimmtu fjárlög Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samkvæmt efnahagsstefnu sem ákveðin var af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eftir hrun 2008. Afleiðingarnar blasa við með vaxandi misskiptingu, vaxandi fátækt og vaxandi kynbundnum launamun. Íbúðareigendur sem áttu 20–40% í íbúðum sínum við hrun standa nú uppi slyppir og snauðir.

Frú forseti. Ég mun sitja hjá við atkvæðagreiðsluna en áskil mér rétt ásamt hv. þm. Lilju Mósesdóttur til að leggja fram breytingartillögu við 3. umr. í anda norrænnar félagshyggju og gegn ESB.