141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:07]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það getur vel verið að einhverjum finnist hljóma vel að leggja eignarskatta á ríkt fólk. Hins vegar þurfa menn að vera meðvitaðir um að það fólk sem er hérna sérstaklega skattlagt er skattlagt óháð tekjum. Það er ákveðinn hópur í þessu landi, sérstaklega eldri borgarar, sem ekki hefur haft tækifæri í gegnum tíðina til að vera í lífeyrissjóði. Þeir sleppa við skattinn sem eru í lífeyrissjóði, t.d. þeir sem eru með bestu lífeyrisréttindin, lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna, og við þekkjum það fólk hér í nágrenninu.

Það fólk sem hefur þurft að búa sér til sinn eigin lífeyrissjóð og á til dæmis skuldlaust húsnæði, segjum í miðborg Reykjavíkur, fær að borga skattinn. Þess eru dæmi að fólk þurfi að selja eignir til að greiða skattinn. Síðan eru þess dæmi að þeir allra ríkustu fari til útlanda og borgi sína skatta þar (Forseti hringir.) en þeir sem hér eru fá ekki krónu af þeim skatti.