141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:30]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að Rarik borgi 310 millj. kr. í arðgreiðslu og Orkubú Vestfjarða 60 millj. kr. í arðgreiðslu. Þessi orkufyrirtæki þjóna meðal annars hinum svokölluðu köldu svæðum. Þessi arðgreiðslukrafa er þess vegna sérstök skattheimta á íbúa hinna köldu svæða.

Ef við skoðum þetta í samhengi er það þannig að 60 milljónir á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða þýða í raun 35 þús. kr. fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu á Vestfjörðum. Þetta eru skilaboðin. Þá er hins vegar huggun harmi gegn þegar menn fara með gíróseðilinn sinn í bankann og borga sem svarar 35 þús. kr. til viðbótar á ári í orkureikning til ríkisins að peningurinn fer til fjárfestingaráætlunar ríkisins. [Hlátur í þingsal.]