141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:39]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Stóra myndin, grundvallaratriðið, er auðvitað að það sem menn eiga ekki geta menn undir ákveðnum kringumstæðum leigt. Fyrir það ber mönnum að greiða gjald. Þannig gengur það og gerist úti í hinu venjulega þjóðfélagi, enginn skal þar vera undanskilinn. Það sem menn eiga ekki geta menn leigt og borgað gjald fyrir.

En af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei getað nefnt töluna? Hann er sammála veiðigjaldi en hefur aldrei þorað að nefna tölu. (Gripið fram í: Jú.) Er ekki tími til kominn að Sjálfstæðisflokkurinn nefni töluna við útgerðaraðilann, við það fólk sem vinnur í stéttinni, (Gripið fram í.) við þá sem eiga skipin? Af hverju þorir hann ekki að nefna töluna? (Gripið fram í: Sjálfstæðisflokkurinn …) Af hverju þorir hann ekki að nefna töluna? (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Hann þorir ekki að nefna töluna vegna þess að hann vill það ekki. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður þingmenn um að gefa ræðumönnum hljóð og minnir á að þetta er atkvæðaskýring en ekki umræða.)