141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:31]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Frú forseti. Núna í vor samþykkti Alþingi sérlög um heiðurslaun listamanna. Þar var ákveðið að launin skyldu framvegis miðast við starfslaun listamanna. Af sjálfu leiðir að launin hækka upp í það sem sérlögin mæla fyrir um, að miða skuli við starfslaun listamanna.

Við 70 ára aldur skerðast starfslaunin niður í 80% hlutfall af starfslaunum listamanna. Þess vegna eru upphæðirnar nú misháar eftir lífaldri heiðurslaunalistamanna. Það er engum listamanni bætt við á listann þar sem sett var þak á fjöldann í sérlögunum í vor, þeir geta ekki verið fleiri en 25 þó að tímabundið séu þeir 27 á meðan listinn er óbreyttur frá fyrri árum. Ástæðan fyrir því að talan hækkar frá fyrra ári er að sérlögin mæla svo fyrir um og af sjálfu leiðir að upphæðin hækkar upp í þessa tölu.