141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[15:06]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Nafnið á biðflokknum er ef til vill óæskilegt, það höfðar til þess að framkvæmdir eigi að vera í bið en þessi flokkur snýr fyrst og fremst að því að fullkanna vísindalegar upplýsingar og staðreyndir og afla gagna um grunnatriðin. Um allt það sem ég nefndi í ræðunni þannig að hægt sé að færa framkvæmd annaðhvort í orkunýtingu eða í þennan svokallaða biðflokk, sem ég bendi nú hv. framsögumanni Merði Árnasyni á að finna annað nafn á.

Staðreyndin er sú að virkjanir án þess að orkunýting fari fram í heimasveit skila tiltölulega litlu til frambúðar í varanlegum störfum. Ég efast ekki um og deili þeirri skoðun að það koma störf og annað í tengslum við þær, eins og í Búrfellsvirkjun og annað, en þær eru vegna tækninnar meira og minna orðnar fjarstýrðar. Ég vil hins vegar fullyrða að eitt af sterkustu atvinnuuppbyggingarvopnum landsbyggðarinnar, meðal annars á Suðurlandi, væri að fara í átak út af þriggja fasa rafmagni og byggja þar veglega upp í þágu smáiðnaðar og bænda.