141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

starfsleyfi sorpbrennslu á Kirkjubæjarklaustri.

[10:37]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Þetta er í raun og veru einfalt svar. Það er ekki á mínu valdi að framlengja starfsleyfið sisvona. Starfsleyfið liggur fyrir og það rann út 12. desember. Sveitarfélagið skilaði ekki erindinu til mín fyrr en 20. nóvember og það er einfaldlega orðið það klemmt í tíma. Sem stjórnvaldshafi get ég ekki gripið inn í það ferli með nokkru móti og í ljósi þess hvernig málin eru vaxin er heldur ekki rétt af mér að gefa upp einhverja efnislega afstöðu til málsins. Ég geri það þegar öll gögn liggja fyrir eins og mér ber samkvæmt þeim reglum sem lúta að aðkomu minni í því efni. En ég vænti þess, eins og ég sagði áðan, að við munum hraða afgreiðslu málsins.