141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

afgreiðsla máls um tekjustofna sveitarfélaga.

[11:08]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Það hagar svo til að við göngum nú til atkvæðagreiðslu um allmörg mál. Ég vil gera að umtalsefni atkvæðagreiðslu samkvæmt 18. tölulið dagskrár, Tekjustofnar sveitarfélaga, um hlutverk jöfnunarsjóðs. Komið hefur í ljós að nefndin afgreiddi málið frá sér áður en umsagnarfresti lauk og orðið hafa mistök sem ég get tekið á mig og nefndin í sjálfu sér, en nefndin hefur brugðist við því með því að kalla á fund í morgun aðila sem tengjast málinu, sveitarstjórnarmenn og fleiri. Þeirri umfjöllun er ekki lokið þannig að ég tel eðlilegt að atkvæðagreiðslu um 18. lið verði frestað þar til nefndin hefur lokið umfjöllun sinni.