141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

291. mál
[12:31]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ósmekklegt og óréttlátt hjá hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur að kenna starfsmönnum þingsins um þann flækjufót sem kominn er í málið.

Málið er illa vaxið frá ráðuneyti, það er vanhugsað, það er lagabrot, það er einhliða uppsögn á samningum með yfirtöku sveitarfélaga á þjónustu sem ríkið hafði með að gera. Það er mjög erfitt og vont fordæmi ef það verður gert svona. Eiga til dæmis sveitarfélögin von á því að þurfa að fara að greiða ein fyrir þjónustu við aldraða o.s.frv.? Það er ástæða til að fresta málinu um að minnsta kosti eitt ár og fara ofan í saumana á því, taka tillit til allra þátta í því en ekki með geðþóttaákvörðun á báða bóga eins og staðan er í dag.

Málið fer aftur til nefndar. Ég (Forseti hringir.) sit hjá í bili í ljósi þess.