141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:45]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um eitthvað sem við höfum ekki hugmynd um hvað er, svo það sé bara sagt. (Gripið fram í.) Ég fullyrði að hv. þingmenn hafa ekki hugmynd um hvað þetta er, ekki hugmynd. (Gripið fram í.) Það er ekki einu sinni búið að prenta nefndarálitið, það er í drögum, það er ekki einu sinni búið að dreifa því varðandi þær grundvallarbreytingar sem hér eru eða stóru breytingar sem menn koma með og hreykja sér sérstaklega af. Það veit enginn hvað þetta er nema að um er að ræða auknar álögur á aðila. Málið er illa unnið. Þess vegna breyta menn því á elleftu stundu. Það er svo illa unnið, og ég bið hv. stjórnarþingmenn að hemja sig í fagnaðarlátunum. Sjáum fyrst hvað er í pakkanum áður en menn fara að berja sér á brjóst og halda stórkostlegar sigurræður.