141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:03]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Við mætum auknum fjárveitingum til heilsugæslu og velferðarmála í þágu félagshyggju með því að lækka þennan lið ófyrirséðra útgjalda sem er lítt skýrður í fjárlögum. Hann var hækkaður verulega á milli ára en er lítt skýrður. Þetta er óútfyllt ávísun og væntanlega í tengslum við kosningar í vor. Ég lít svo á að þessi liður eigi að meginstefnu til heima í fjáraukalögum en ekki í ófyrirséðum útgjöldum. Þessi liður er líka ógagnsær og eins og ég sagði áðan lítt skýrður í skýringum með frumvarpinu. Þarna erum við sem sagt að jafna út útgjaldaauka þannig að heildarniðurstöðurnar verði nettó núll.