141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þann 20. nóvember 2012 segjast menn hafa gert samkomulag við álfyrirtækin um að í þrjú ár skyldu þau greiða fyrirframskatta og eftir þann tíma skyldi sú skattlagning falla niður. Hér er verið að framlengja þann skatt sem hæstv. ráðherrar sem sitja á bekkjunum skrifuðu undir og þeir samþykkja sem sagt að framlengja skattinn sem þau sjálf skrifuðu undir að ætti að renna út árið 2012. Svona er mikið að marka undirskriftir hæstvirtra ráðherra.