141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

loftslagsmál.

381. mál
[02:45]
Horfa

Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við þingmenn vinnum drengskaparheit að stjórnarskránni. Við þá heitstrengingu stend ég, ég stend við hana. Ég get ekki samþykkt lagafrumvarp sem veruleg ástæða er til að ætla að fari í bága við stjórnarskrána og mér nægir reyndar rökstuddur vafi út frá þeirri grundvallarreglu að stjórnarskráin og einstaklingar eigi að njóta þess vafa. Ég leggst því eindregið gegn frumvarpinu.