141. löggjafarþing — 62. fundur,  22. des. 2012.

loftslagsmál.

381. mál
[03:01]
Horfa

Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta frumvarp er varðað verulegum stjórnskipulegum vandamálum. Ég harma það að frumvarpið skuli því ekki fá ítarlega, faglega og sjálfstæða skoðun umhverfis- og samgöngunefndar, utanríkismálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, prófessora í lögfræði sem láta sig stjórnskipun varða, réttarfarsnefndar á ákveðnum þáttum frumvarpsins og síðast en ekki síst skrifstofu Alþingis. Ég mun sem fyrr greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi.