141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:06]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þegar lagt var af stað með þetta að mínu mati mjög merkilega mál fyrir um 13 árum var uppleggið þverpólitísk og ekki síður fagleg sátt í þágu náttúru Íslands og auðlindanýtingar. Nú við lok málsins er svo grátlegt að horfa upp á að sáttin snýst fyrst og fremst um að ná sátt við ríkisstjórnarborðið og það er að mínu mati mikil skammtímahugsun.

Einu tímamótin í dag eru þau að við erum að missa að mínu mati af einstæðu tækifæri til að ná pólitískri og samfélagslegri sátt um náttúruvernd og auðlindanýtingu til lengri tíma og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og varadekkja hennar.