141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:49]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er lagt til að þessi virkjunarkostur verði áfram í biðflokki og fyrir því færð þau rök meðal annars að gögn hafi misfarist og því hefði ekki verið hægt að taka faglega afstöðu til þessa kosts, hvort ætti að nýta hann eða vernda.

Mín persónulega skoðun er sú að margt bendi til þess að það sé réttlætanlegt að þessi kostur fari úr bið í nýtingu. Við verðum þó að vera trú hinu faglega ferli, verkefnisstjórn leggur til að þetta sé í biðflokki þar til unnið hefur verið úr þeim gögnum sem hér er vísað til og það munum við að sjálfsögðu gera. Næsta verkefnisstjórn mun meta þau gögn og úrskurða eftir að þau eru komin fram að fullu og hafa verið metin hvort þessi kostur fari úr bið í nýtingu eða vernd.