141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:55]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Eins og fram kom í máli hv. þm. Sigurðar Inga Jóhannssonar, og ég ætla ekki að endurtaka, eru engin fagleg rök fyrir því að hafa þennan virkjunarkost í biðflokki. Gögn liggja fyrir sem staðfesta það mat, jákvæðar umsagnir og það sem áður vantaði upp á er komið fram og staðfestir að það er ekki bara rétt heldur hefur það líka jákvæð áhrif vegna landgræðslusjónarmiða og hagsmuna ferðaþjónustunnar.

Ég styð því þessa tillögu heils hugar og tel algjörlega furðulegt að við getum ekki náð um þetta samstöðu. Ef mönnum er alvara með að láta faglegu sjónarmiðin gilda styðja þeir þessa breytingartillögu.