141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:56]
Horfa

Róbert Marshall (U):

Virðulegur forseti. Á fundi hv. umhverfis- og samgöngunefndar komu sérfræðingar í jarðvegi, t.d. Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskólann, sem greindi nefndinni frá því að það vantaði að minnsta kosti sex ólíkar rannsóknir til að hægt væri að setja Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk. Ýmislegt bendir til þess að virkjunarframkvæmdir á svæðinu mundu auka gríðarlega svifryksmengun og sandfok á þessu svæði þvert á það sem hv. flutningsmaður þessarar tillögu heldur fram.

Það er full ástæða til að fella breytingartillöguna og mótmæla harðlega því sem fram kom í máli hv. þingmanns, það stenst ekki skoðun. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)