141. löggjafarþing — 65. fundur,  15. jan. 2013.

happdrætti.

477. mál
[18:14]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þarna erum við farin að tala nákvæmlega sama tungumálið. Ég tók undir það í máli hv. þingmanns fyrr í dag að tilslökun á einu sviði getur hæglega leitt til tilslakana á öðrum sviðum. Ef endastöðin er ritskoðun þá er ég ekki með í þeirri vegferð, þannig að þar erum við algerlega sammála. Ég held að hægt sé að leggjast yfir málið og búa það svo úr garði að við náum fram okkar sameiginlegu markmiðum án þess að tefla út í þá tvísýnu sem hv. þingmaður varar við.