141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir.

106. mál
[11:36]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Lilju Mósesdóttur og Péturs H. Blöndals. Þótt ekki séu margir dagar eftir af tíð þessarar ríkisstjórnar vil ég að gefnu tilefni minna á að það er ekki þannig, og það vita allir þeir sem hafa skoðað það, að við höfum ekkert um það að segja hver málin eru eða hvernig þau eru framsett sem snúa að Íslandi varðandi ESB-tilskipanirnar. Það er mjög alvarlegt ef hæstv. ríkisstjórn hefur ekki notað þau tæki og hefur ekki kannað hvaða hættur geta falist í tilskipununum sem hingað koma. Ég vona að þetta hafi verið glettni hjá hv. þm. Helga Hjörvar, en ef það var alvara hefur hæstv. ríkisstjórn fullkomlega brugðist hlutverki sínu um að gæta hagsmuna okkar Íslendinga.