141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú þekki ég ekki hvernig háttar til hjá öðrum þjóðum um þetta mál þannig að ég get ekki svarað þeirri spurningu.

Ég held að NATO fari aldrei í einhvern hernað gegn öðrum ríkjum svo snöggt að það hafi ekki verið í umræðunni og þá held ég að Ísland yrði bara að athuga hvort það stæði frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun sem Alþingi þyrfti að samþykkja. Ég held að hlutirnir gerist ekki svo hratt.