141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:39]
Horfa

Róbert Marshall (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég útskýrði þetta allt saman í ræðu minni. Hv. þingmaður var ekki í salnum þegar ég flutti ræðuna. Ég bendi henni á að fá útprent af ræðunni og lesa þar það sem ég sagði. (VigH: … svara …) Því ætti ég að vera að svara einhverju sem ég er þegar búinn að fara yfir?

Hv. þingmaður virðist vita nákvæmlega hvað það er sem fer í gegnum huga mér, af hverju ég tek ákvarðanir í þessu máli, (Gripið fram í.) hvaða skoðun ég hef á ferlinu. Ég veit ekki á hverju hún byggir það, ég hef ekki hugmynd um það. Hún hefur kannski einhverja leið til að komast að því hvað menn eru að hugsa í þessum efnum.

Eins og ég sagði hér áðan: Eigum við ekki bara að hætta þeim plagsið að gera fólki upp einhver annarleg sjónarmið í þessu máli? Er ekki tími til kominn að við einbeitum okkur einfaldlega efnislega að þeirri umræðu sem hér fer fram? Ég fjallaði í nokkuð ítarlegu máli um nokkrar greinar frumvarpsins sem hv. þingmaður hefur engan áhuga á að ræða.