141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

fundur í atvinnuveganefnd um stjórn fiskveiða.

[16:19]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér var sagt að þetta mál væri klína og eina klínan sem ég þekki er svona smáleikur sem menn nota í knattspyrnu. Kannski væri ekkert vitlaust ef þeir hv. þingmenn sem voru að æsa sig of mikið á fundinum mundu fá útrás í því. Augljóst er að mikið er um hitamál og ég vildi bara spyrja af því að hér eru hv. stjórnarþingmenn mikið að taka þátt í umræðunni, af því að ég held að það skipti máli. Eru þau vinnubrögð sem þarna voru viðhöfð eitthvað sem hv. stjórnarþingmenn telja eðlilegt? Ég hef ekki séð þetta í hv. nefnd, ég man ekki eftir því að þegar hv. þingmaður komi með tillögu hafi einhver stjórnarliði rokið til og lagt fram dagskrártillögu til að hreinsa út án umræðna. Ég vildi bara fá það á hreint, af því að hér eru sem betur fer hv. stjórnarþingmenn að taka umræðuna, (Forseti hringir.) hvort þeir telji þetta vera afgreiðslu og vinnubrögð sem þeir sætta sig við og finnast eðlileg og góð.