141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:20]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek það fram að ég tel það alveg nægilegt að styðjast við eitt þing og þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar finnst mér sú tilhugsun eiginlega óbærileg að menn haldi áfram langt inn í 21. öldina með kerfi sem gerir þjóðinni ekki kleift að rétta upp hönd og greiða atkvæði. Mér þætti þó alla vega skárra að menn færu þá leið sem er talað um þarna, um 2. mgr., og ég vona að hv. þingmaður leyfi þjóðinni að koma að málum.