141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[22:01]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Orðalagið „að jafna atkvæðavægi eins og frekast er unnt“ er væntanlega vegna þess að það er ekki hægt að ná fullkomnu jafnræði. Reikningslega er það ekki mögulegt. Þess vegna þurfa menn að nálgast það svona. Það felst auðvitað jafnrétti í því á endanum að allir hafi jafnt vægi atkvæða á bak við sig. Við landsbyggðarmenn verðum bara að nálgast verkefnið með öðrum hætti og tryggja stöðu okkar með öðrum meðulum.

Meining mín var aldrei að tala niður íhaldssemi sjálfstæðismanna til stjórnarskrár. Ég virði alla vega þeirra sjónarmið, að þeir vilji fara varlega og láta verkið vera þungvinnt, en þess þá meiri ástæða er til þess að gefa löggjafanum möguleika á að breyta leikreglunum.