141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

Evrópustofa.

[10:52]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það eru nokkuð merkileg tíðindi að hæstv. utanríkisráðherra telur að ekkert sé því til fyrirstöðu að Evrópustofa starfi hér á landi, sáldri áróðri um landið bæði í ræðu og riti. Starfsmenn hennar ferðast um landið og eru raunverulega að reyna að heilaþvo landsmenn en það gengur ekki betur en svo að skipt var um embættismann hjá batteríinu í gær, að mig minnir. En þegar hæstv. utanríkisráðherra fullyrðir að Evrópustofa starfi samkvæmt Vínarsamningnum þá þýðir það með öðrum orðum að starfsmenn stofnunarinnar eru skattlausir vegna þess að Evrópustofa nýtur þeirra hlunninda sem Vínarsamningurinn býður upp á og hefur einkenni sendiráðs. Það er einkennilegt að nú skuli Evrópusambandið hafa hér á landi Evrópustofu sem lýtur lögmálum Vínarsamningsins (Forseti hringir.) og einnig sendiráð. Þetta er mjög einkennilegt, hæstv. utanríkisráðherra, sér í lagi þegar talað er um að ekki sé um aðlögun að ræða.