141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[11:25]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst velvirðingar á því að hafa gleymt að svara þessu með ábyrgðarmennina. Það er svona þegar maður skrifar ekki allt hjá sér áður en maður kemur hérna í stólinn. Ef ég man rétt þá hafa heimildir til að hafa ábyrgðarmenn inn í framtíðina verið afnumdar en það er vandamál fyrir þá sem eru ábyrgðarmenn á lánum sem gilda nú og hafa verið tekin aftur í tímann, það er ekki heimilt að gera það afturvirkt. Það hefur valdið miklum vanda, líka hjá umboðsmanni skuldara og víðar, í því að gera upp og hjálpa fólki að komast út úr skuldaklafa og við höfum af þessu miklar áhyggjur. Hvaða aðgerða er hægt að grípa til verður að skoða sérstaklega, en það er hluti af þeim pakka sem við höfum verið að skoða hvað varðar skuldavanda heimilanna.