141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:30]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Þessi breytingartillaga, eins og ýmsar aðrar frá flutningsmönnum, er góðra gjalda verð en það er hins vegar fullfortakslaust kveðið á um rétt manna til að fá samning felldan úr gildi ef minnstu mistök hafa verið gerð við hann. Það er eðlilegt að dómstólar meti hvort þau mistök sem gerð hafa verið eða ranglega staðið að gefi tilefni til svo viðurhlutamikilla aðgerða.

Þess vegna fellum við þá breytingartillögu sem hér liggur fyrir.